9.2.2009 | 15:24
Vatnsgjald
Í dag fékk ég sent mitt árlega bréf frá Reykjavíkurborg með yfirliti fasteignagjalda, sundurliðun og greiðslur. Nú sem og fyrri ár pirrar mig eilítið ein færslan; Vatnsgjald.
Nú þykir mér fullkomlega eðlilegt að ég greiði fyrir þann lúxus sem íslenska vatnið er, fært mér heim í krana hvenær sem ég vil. Það sem mér þykir undarlegt og hreint og beint óeðlilegt er hvernig það er er ákvarðað.
Hluti gjaldsins er fastagjald, upphæð sem kemur reyndar ekki fram á þessum seðli, einungis heildar summan og að hún tengist fermetrafjölda húsnæðisins míns.
Nú er ég kannski ekki neinn verkfræðingur eða allsherjar snillingur í þessu, en endilega leiðréttið mig ef ég hef rangt fyrir mér. Ég get ekki séð hvernig fermetrafjöldi hefur yfir höfuð nokkur áhrif á neyslu/notkun kalds vatns - einungis fjöldi einstaklinga. Mér er alveg sama hversu stóru húsi eða lítilli íbúð ég bý í - neyslan mín er alltaf sú sama.
Annað gildir um heitt vatn sem notast til upphitunar og er þess vegna auðvitað háð húsnæðisstærð að miklu leyti, en notkun þess er núþegar mæld með nákvæmum mælum svo hægt sé að rukka rétt. Það er kannski ekki á það bætandi að auka skriffinsku og eftirlit með því að mæla kalda vatnið á sama máta en væri ekki hægt að finna aðeins eðlilegri og réttmætari leið til að ákvarða gjaldtöku t.d. eftir íbúafjölda. Eins og ég sagði fyrr fer notkunin mun frekar ef ekki eingöngu eftir því (séu mælar undanskildir).
Auðvitað eru nokkrir aðrir hlutir sem hafa áhrif svosum eins og garðyrkja og vökvun henni tengd svo og hvort baðker er til staðar eða einungis sturtuböð, en að fylgjast með því er nú aðeins of "stóra bróður"-legt fyrir minn smekk og þá eins hægt að setja upp mæla.
Ég get allavegana ekki annað en undrast yfir því að ég greiði nærri 50 kr. á dag fyrir kalda vatnið mitt bara vegna þess að ég bý einn - verð endilega að fá mér kærustu til að flytja innn svo ég geti nælt mér í óbeinan 50% afslátt !
Um bloggið
Sourpuss
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (21.11.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku:
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku:
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.