Færsluflokkur: Bloggar

Klína klístri - eyða í skuldir !

"Sigurður Kári Kristjánsson segir ekki þýða neitt að reyna að klína ástandi efnahagsmála á Sjálfstæðisflokkinn. Hann spurði hvort Jóhanna Sigurðardóttir hefði ekki sjálf verið í síðustu ríkisstjórn. Það veki hinsvegar furðu að ríkisstjórn sem þykist ætla að slá skjaldborg um fólkið í landinu ætlaði í hinu orðinu að taka hluta af tekjum þess og eyða þeim."

 Ég veit svosum ekki allar nákvæmar skýringar á núverandi efnahagsástandi. Ég er þó alveg viss um að ekki er hægt að klína því á Sjálfstæðisflokkinn, frekar en stjórnvöld, hversu klístrað sem málið er. Ég veit þó að Sjálfstæðisflokkurinn, þá með Davíð Oddson í fararbroddi var meira en til í að hrósa sjálfum sér fyrir hversu vel gengi með allt var enn á uppleið.

Ég held nú að stóra hluta ástæðu fyrir gengi íslensku þjóðarinnar sé að finna í efnahagsástandi almennt í heiminum. Við svo lítil þjóð með lítinn markað erum bara eins og lítill dropi í því og eins og einmitt gerist í dropum eru ákveðin stækkunar eða mögnunar áhrif.
Við erum búin að sjá magnaðan uppgang og nú er komin að hinum magnaða, ahem, niðurgangi!

Það er kannski bara óþarfi að velta sér of mikið uppúr því hverjir sökudólgarnir eru. Ef menn öxluðu almennt þá ábyrgð sem fylgir þeirra stöðum ætti ekki þurfa að eyða kröftum sínum í slíkt - frekar að finna lausnir eða leiðir sem létta og auðvelda okkur leiðina útúr stöðunni sem upp er komin.

Ekki er ég nú fylgjandi skattahækkunum almennt, en að segja að nýtilkomin stjórn ætli að eyða peningum með nýjum sköttum er undarlegt. Er ekki réttara að líta svo á að ef til skattahækkana þyrfti að koma að þeir peningar væru notaðir í að greiða upp skuldir ríkisins - ég sé ekki hvernig er hægt að kalla slíkt eyðslu (frekar en slagorð bankanna um að eyða í sparnað ;-) )


mbl.is Þýðir ekki að klína sök á Sjálfstæðisflokkinn
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Vatnsgjald

Í dag fékk ég sent mitt árlega bréf frá Reykjavíkurborg með yfirliti fasteignagjalda, sundurliðun og greiðslur. Nú sem og fyrri ár pirrar mig eilítið ein færslan; Vatnsgjald.

Nú þykir mér fullkomlega eðlilegt að ég greiði fyrir þann lúxus sem íslenska vatnið er, fært mér heim í krana hvenær sem ég vil.  Það sem mér þykir undarlegt og hreint og beint óeðlilegt er hvernig það er er ákvarðað.

Hluti gjaldsins er fastagjald, upphæð sem kemur reyndar ekki fram á þessum seðli, einungis heildar summan og að hún tengist fermetrafjölda húsnæðisins míns.

Nú er ég kannski ekki neinn verkfræðingur eða allsherjar snillingur í þessu, en endilega leiðréttið mig ef ég hef rangt fyrir mér. Ég get ekki séð hvernig fermetrafjöldi hefur yfir höfuð nokkur áhrif á neyslu/notkun kalds vatns -  einungis fjöldi einstaklinga. Mér er alveg sama hversu stóru húsi eða lítilli íbúð ég bý í - neyslan mín er alltaf sú sama. 

Annað gildir um heitt vatn sem notast til upphitunar og er þess vegna auðvitað háð húsnæðisstærð að miklu leyti, en notkun þess er núþegar mæld með nákvæmum mælum svo hægt sé að rukka rétt. Það er kannski ekki á það bætandi að auka skriffinsku og eftirlit með því að mæla kalda vatnið á sama máta en væri ekki hægt að finna aðeins eðlilegri og réttmætari leið til að ákvarða gjaldtöku t.d. eftir íbúafjölda. Eins og ég sagði fyrr fer notkunin mun frekar ef ekki eingöngu eftir því (séu mælar undanskildir).

Auðvitað eru nokkrir aðrir hlutir sem hafa áhrif svosum eins og garðyrkja og vökvun henni tengd svo og hvort baðker er til staðar eða einungis sturtuböð, en að fylgjast með því er nú aðeins of "stóra bróður"-legt fyrir minn smekk og þá eins hægt að setja upp mæla.

Ég get allavegana ekki annað en undrast yfir því að ég greiði nærri 50 kr. á dag fyrir kalda vatnið mitt bara vegna þess að ég bý einn - verð endilega að fá mér kærustu til að flytja innn svo ég geti nælt mér í óbeinan 50% afslátt !


...og hvað með það!

"Björn Bjarnason, fyrrverandi dómsmálaráðherra, segir að Davíð Oddsson bendi réttilega á að bréf Jóhönnu til seðlabankastjóranna með lítt dulbúnum hótunum sé einsdæmi, ekki eingöngu hér á landi, heldur einnig um allan hinn vestræna heim."

 ...og hvað með það?

Eru þessir seðlabankastjórar ekki einsdæmi líka... sitjandi enn eftir jafn svakalegt efnahagslegt áfall og þjóðin hefur mátt þola?

Ég var alinn upp með þann skilning á ábyrgðarstöðum að þeim fylgdi ábyrgð... og því hlutverki fylgdi að menn geta þurft að segja af sér. Þegar ekki er hægt að benda á aðra sem beint ábyrga og  segja þeim upp er óhjákvæmilegt að axla þá ábyrgð sem mönnum hefur verið falin og segja sinni eigin stöðu lausri.

Menn ættu að skammast sín fyrir að sitja enn!

 Að þurfa að láta segja sér til svona mætti maður halda að þetta væru börn sem þyrfti að siða til...ég vona að  stutt sé í mannabreytingar í Seðlabankanum - ekki vegna þess að ég kenni þeim um hvernig komið er... heldur vegna þess að í þessari stöðu er afsögn rétt ákvörðun. Að leyfa ferskum straumum að takast á við verkefni sem fyrri stjórnendur eru greinilega ekki í stakk búnir að leysa eða enn verra, hafa átt hluta sök á að svona er komið!


mbl.is Björn: Réttmæt ábending Davíðs
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Um bloggið

Sourpuss

Höfundur

Spatula Scarcala
Spatula Scarcala
Mars 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30
31            

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (29.3.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku:
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku:
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband